Víkingaleikar

Ritstjórn Fréttir

Í gær, þriðjudag voru haldnir Víkingaleikar 5. bekkjar í Skallagrímsgarði. Höfundur leikanna er Margrét Jóhannsdóttir og stjórnaði hún uppsetningunni líkt og hún hefur gert s.l. þrjú ár. Tókust leikarnir vel í frábæru veðri og höfðu allir gaman af. Það leyndi sér ekki að við erum komin af víkingum, slík voru tilþrifin.