1. bekkur í Litlu Brákarey

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 1 bekk í fóru út í Litlu Brákarey í gær. Finnur Torfi Stefánsson tók á móti hópnum í fjörunni en hann hefur haft umsjón með Litilu Brákarey og fylgst með fuglalífinu þar síðustu ár. Hann fylgdi nemendum yfir á vaði, en aðeins er hægt að komast yfir í Litlu Brákarey á háfjöru. Þegar komið var í eyjuna var gengið um hana og nokkur hreiður skoðuð. Finnur Torfi fræddi nemendur um eyjuna og fuglalífið. Eftir að hafa gengið um Litlu Brákarey var haldið til baka og farð á Bjössaróló þar sem nemendur léku sér og borðað nestið sitt. Hægt er að sjá myndband úr ferðinni með því að ýta á meira hér fyrir neðan