Vorferð 2. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 30. maí fór 2. bekkur í vorferð á Seleyri í Hafnarskógi. Farið var í ratleik og síðan kældu nemendur sig í sjónum. Foreldrafulltrúar grilluðu pylsur og síðan var brugðið á leik í lækjarsprænu, búnar til stíflur og skurðir. Eins og sjá á myndunum lék veðrið við okkur og allir fóru glaðir og sælir heim.
Takk fyrir aðstoðina foreldrar.