Skólaslit 1. til 9. bekkja

Ritstjórn Fréttir

Það var mikið hopp og húllumhæ í morgun þegar skólaslit 1. til 9. bekkja fór fram. Nemendur söfnuðust saman fyrir framan skólann rétt fyrir 10 og síðan var gengið fylktu liðið sem leið lá í Skallagrímsgarð. Þar afhenti Gerður Magnúsdóttir frá Landvernd skólanum „Grænfánann“. Síðan skiptu nemendur sér upp í leikjahópa en hver hópur gerði svo stutt hlé á leik sínum og gæddi sér á grilluðum pylsum og Svala í garðinum. Síðan söfnuðust allir saman á íþróttavellinum þar sem 9. bekkingar og starfsfólk atti kappi saman í knattspyrnuleik. Þetta var skemmtileg nýung en leikurinn endaði með sigri kennara. Loks var aftur safnast saman í Skallagrímsgarði og einkunnir afhentar.