Þann 31. maí s.l. fóru nemendur og kennarar 6. bekkjar í hjólaferð upp í Einkunnir. Var þar dvalið í töluverðan tíma í frábæru veðri og margt sér til gamans gert. Tókst ferðin vel í alla staði og undirstrikar hversu frábært þetta svæði er til margskonar útivistar. Flemming Jessen var með myndavélina og tók myndir – segja þær meira en mörg orð um þessa ferð.