Sjálfsmynd – geðheilsa – vellíðan

Ritstjórn Fréttir

Rannveig Tryggvadóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir frá Geðrækt verða með fyrirlestur fyrir nemendur í 8. – 10. bekk fimmtudaginn 1. apríl sem fjallar um geðheilsu almennt með áherslu á að það búa allir við geðheilsu. Einnig er fjallað um hvað ógnar geðheilsu okkar og hvað við getum gert til að vernda hana. Komið er inn á helstu geðraskanir sem hrjá Íslendinga s.s. þunglyndi, kvíða, geðhvörf, átraskanir og ofvirkni, hvað hægt er að gera til að lifa góðu lífi þrátt fyrir geðraskanir og mikilvægi stuðnings frá aðstandendum og samfélaginu við þann sem er að takast á við geðröskun.
Bent er á hvernig góð sjálfsmynd stuðlar að betri geðheilsu og eykur vellíðan hjá öllum.