Skólinn verður settur í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi miðvikudaginn 22. ágúst og hefst athöfnin kl. 13. Skólabíll fer úr Sandvík kl. 12:40 og til baka kl. 14:15. Að setningu lokinni hitta nemendur umsjónarkennara sína í skólanum en kennsla hefst svo skv. stundaskrá 23. ágúst. Kennt verður eftir sömu tímatöflu og undanfarin ár en 1.-3. bekkur og 7.-10. bekkur byrja kl. 8:10 en 4.-6. bekkur byrjar kl. 8:20.