Forvarna- og kynningarkvöld í Óðali

Ritstjórn Fréttir

Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð býður foreldrum á forvarna- og kynningarkvöld í félagsmiðstöðinni Óðali fimmtudagskvöldið 4. október kl. 20.00. Vetrarstarf Óðals verður kynnt og rætt um forvarnir.
Lögreglan verður með fræðslu um vísbendingar um notkun kannabisefna og fíkniefnahundurinn Nökkvi verður með. Síðan verða umræður þar sem foreldrar geta spurt, miðlað reynslu o.s.frv. Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum barna í 7.-10. bekk grunnskólans sem og foreldrum ungmenna á framhaldsskólaaldri. Samstarfshóður um forvarnir í Borgarbyggð vonast til að sem flestir forledrar sjái sér fært að mæta. Boðið verður upp á kaffi, osta og vínber.
Samstarfshópurinn er skipaður fulltrúum lögreglu, heilsugæslu, Grunnskóla Borgarness, Menntaskóla Borgarfjarðar, félagsmiðstöðva Borgarbyggðar og fjölskyldusviðs Borgarbyggðar.
Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð