Skólaferðalag 10. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Dagana 25.-27. september fór 10. bekkur í skólaferðalag (óvissuferð) um Suðurland ásamt umsjónarkennurunum sínum og Önnu Dóru, sem fór fyrir hönd foreldra. Lagt var af stað á þriðjudagsmorgni og stefnan tekin á Nesjavelli. Laust fyrir hádegi voru allir komnir á fullt í Adrenalíngarðinum og skemmtu sér þar vel í hinum ýmsu þrautum í blíðskaparveðri. Þaðan var ekið á Selfoss og farið út á borða á Menam og endað á á skotsvæði Rangæinga þar sem nemendur spreyttu sig í leirdúfuskoti. Um kvöldið var ekið í Þórsmörk og gist þar í skála Ferðafélags Íslands.
Um hádegsbil daginn eftir var ekið í austurátt að Sólheimajökli, þar sem allir fóru í jöklagöngu á mannbroddum og með ísexi. Þaðan var farið í sund á Hvolsvelli og svo í pizzuveislu á Gallerý Pizza þar í bæ. Um kvöldið var farið að Hestheimum og gist eina nótt eftir skemmtilega kvöldvöku.
Morguninn eftir fóru allir í morgunverðarhlaðborð og laust fyrir hádegi vorum við komin að Drumboddsstöðum í River rafting sem var kalt en mjög gaman. Eftir volkið fóru allir í gufubað og sturtu og svo var boðið upp á grillmat. Um miðjan dag ókum við til Hveragerðis þar sem boðið var upp á Amazing Race kapphlaup út um allan bæ, en ein af síðustu stöðvunum var svifbraut yfir Varmá þar sem nemendur flugu fram af gljúfurbarminum yfir fossinn og fljótið. Eftir það fóru allir í sund og endaði þetta skólaferðalag á veitingastaðnum Hafið bláa í þriggja rétta máltíð og heimkomu laust eftir klukkan ellefu um kvöldið.