Bíó í 1.-3.bekk, Jógi Björn

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 1.nóvember stendur Félagsmiðstöðin Óðal fyrir bíósýningu fyrir 1.-3.bekk. Sýningin byrjar kl.13.00 og lýkur því skóla klukkan 12.55 þennan dag. Sýningu lýkur u.þ.b. klukkan 14:30.
Sýnd verður myndin Jógi Björn, með íslensku tali miðaverð er 500 kr. og innfalið í miðaverðinu er Svali og Popp. Tímasetningin á sýningunni miðar við að börnin nái skólabíl að lokinni sýningu en starfsmaður fylgir nemendum Tómstundaskólans.
Tómstundaskólinn verður opinn frá 13.00 fyrir þá sem þar dvelja en fara ekki í bíó og eins verður engum úthýst úr skólanum fram að fyrstu ferð skólabíls.
Húsráð Óðals, Sigurþór Kristjánsson, forstöðumaður Óðals og Sóley Sigurþórsdóttir, deildarstjóri í GB.