Mat á frammistöðu

Ritstjórn Fréttir

Við lok þessara annar er uppgjör á vinnu nemenda á önninni. Við leggjum áherslu á að meta frammistöðu og framfarir hvers nemenda. Matið tekur tillit til getu hvers og eins og eru í samræmi við markmið skólans.
Nemendur í 3. – 10. bekk eru virkir í matinu og meta sig sjálfir í hverjum þætti þess. Það er ósk okkar að nemendur gangi frá sjálfsmatinu heima með aðstoð foreldra og verði búnir að því fyrir föstudaginn 9. nóvember.
Í fréttatilkynningunni eru eyðublöð sem auðvelda nemendum og foreldrum að ganga frá matinu og í leiðbeiningunum er fólk leitt áfram hvernig fara skuli inn í Mentor.

Ef foreldrar lenda í vandræðum og þurfa aðstoð við innskráningu eða matið sjálft geta þeir haft samband við Hilmar aðstoðarskólastjóra á netfanginu hilmara@grunnborg.is eða í síma 4371208. Þeir sem hafa glatað lykilorðinu sínu geta nálgast nýtt inn á mentor.is.

Fréttatilkynning