Stíll – undankeppni

Ritstjórn Fréttir

Nemendur skólans eiga þess kost í vali, í samstarfi við Óðal, að vinna að undirbúningi að þátttöku í Stíl en það er keppni sem haldin er af samtökum félagsmiðstöðva. Fer hún fram 23. nóvember. Val þátttakenda héðan fór fram s.l. miðvikudagskvöld. Rósa Hlín Sigfúsdóttir hefur aðstoðað og undirbúið nemendurna sem völdu sér þessa valgrein. Þeir sem fara frá okkur eru þær Ester Alda Hrafnhildarsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir og Klara Kristinsdóttir en verkefni þeirra þótti best. Meðf. eru nokkrar myndir sem teknar voru um kvöldið.