Spurningakeppni

Ritstjórn Fréttir

Valið var í keppnislið skólans sem tekur svo þátt í spurningakeppni grunnskólanna fljótlega. Voru 9 nemendur sem kepptu og stóðu allir sig vel og gaman að því hversu fróðir nemendur eru um hin aðskiljanlegustu atriði sem spurt var um. Höfundur spurninga, kynnir og dómari var Eva Símonardóttir og eru henni færðar þakkir fyrir mikið og gott starf. Keppnisformið var líkt því sem við þekkjum úr spurningakeppni framhaldsskólanna – hraða – bjöllu – og vísbendingaspurningar. Alls voru fjórar umferðir. Að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar þau Sandri Shabansson, Hlöðver Skúli Hákonarson og Inga Dís Finnbjörnsdóttir.