Skólafatnaður

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélagið hefur fengið tilboð í skólafatnað hjá Bros. Þetta eru bómullargallar, buxur og rennd hettupeysa. Það verður hægt að kaupa sett eða staka peysu. Gallinn kostar 4600.- kr og stök peysa kostar 2600.-kr. Eðalfiskur veitti foreldrafélaginu styrk til að niðurgreiða fatnaðinn.
Næst komandi fimmtudag 15. nóv kl. 18:00-20:00 ætlum við að bjóða upp á mátun og taka á móti pöntunum í náttúrufræðistofu skólans. Greiða þarf við pöntun.