Hið árlega Æskulýðs – og forvarnaball Óðals var haldið í Hjálmakletti í gærkvöldi. Rétt um 330 unglingar skemmtu sér þar hið besta og var það sjálfur Páll Óskar sem hélt uppi fjörinu eins og honum einum er lagið. Ekki var annað að sjá en allir væru glaðir og kátir. Nokkrar myndir af ballinu eru þær í myndamöppu.