S.l. laugardag fór fram lokakeppni Stíls. Þar leiddu saman hesta sína fulltrúar frá 58 félagsmiðstövum víðsvegar af landinu. Frá Óðali fóru þær Guðbjörg Sigurðardóttir, Klara Kristinsdóttir og Ester Alda Hrafnhildardóttir, var hún jafnrramt módel. Aðstoðarmaður var síðan Halldóra Ólafsdóttir. Rósa Hlín Sigfúsdóttir kennari var þeim til halds og trausts en hún hefur leiðbeint þeim á undirbúningstímanum en „Stíll“ er valgrein í skólanum á haustönn. Stóðu þær siig vel og fengu sérstaka viðurkenningu fyrir förðun. En myndirnar sem hér fylgja segja meira en mörg orð. Til hamingju með árangurinn.