Úrslit spurningakeppni

Ritstjórn Fréttir

Fimm lið öttu kappi í Spurningakeppni grunnskólanna hér á Vesturlandi í gær. Liðin sem um ræðir komu frá Grundaskóla, Brekkubæjarskóla, Grunnskóla Snæfellsbæjar, Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólanum í Borgarnesi. Lið grunnskólans í Borgarnesi vann allar sínar viðureignir og stóðu þar með uppi sem sigurvegarar, eru þannig komið í 16 liða úrslit sem fram fara eftir áramót. Óskum við þeim Hlöðveri Skúla, Sandra og Ingu Dís til hamingju með góða frammistöðu. Sérstakar þakkir fá Eva Símonardóttir liðsstjóri og Dagbjört Hákonardóttir en hún aðstoðaði við undirbúning á síðustu metrunum. Myndir frá keppninni koma hér síðar í dag eða í kvöld.