Skautaferð hjá 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Skautaferð í Einkunnir
Þann 13. desember fór 5. bekkur upp í Einkunnir á Álatjörn að skauta. Það var búinn að vera mikill undirbúningur, sumir tóku með sér skauta en aðrir fengu lánaða skauta hjá skólanum. Við fórum í rútu upp að Álatjörn. Þegar við komum þangað drifum við okkur í skautana og fórum á svellið. Hilmar aðstoðarskólastjóri var þá kominn á svellið og skautaði með okkur. Svellið var þykkt allstaðar við bakkan en hjá bryggjunni var það þynnra, sums staðar brakaði í svellinu. Þegar allir voru búnir að ná jafnvægi og tökum á að skauta fóru sumir einn hring í kringum vatnið en aðrir æfðu sig á meðan. Hilmar sýndi okkur leynivog sem var gaman að skauta um. Þeim sem fannst gaman að fara hringinn fengu svo að fara annan, þegar það var búið lékum við okkur aðeins og fórum svo úr skautunum og fórum í rútuna. Keyrðum svo upp í skóla og skiluðum af okkur skautunum og fórum beint í mat. Það voru allir með kaldar og rauðar kinnar eftir þessa ferð enda mikið frost en öllum þótti gaman. Að lokum er rétt að þakka þeim sem hafa gefið skólanum skauta undanfarin ár.
Berghildur, Aron Dagur og Marinó