Að venju verður síðasti skóladagurinn, 20. desember, helgaður jólahaldinu – stofujól í skólanum og síðan jólaskemmtun í íþróttamiðstöðinni. Dagskráin hefst í skólanum kl. 9 en þá mæta nemendur í stofur sínar og eiga stund með sínum kennurum. Síðan hefst jólaskemmtun í íþróttamiðstöðinni kl. 10:30 og er þar fyrst á dagskrá helgileikurinn sem fluttur er af nemendum 3. bekkja með aðstoð frá 4. bekk. Síðan verða atriði frá 6. og 10. bekk og lýkur skemmtuninni á því að gengið verður í kring um jólatré við undirleik. Skólabíll fer úr Sandvíkinni kl. 8:40 og til baka að aflokinni skemmtun. Eins mun akstur úr dreifbýli taka mið af tímasetningum.