1. bekkur á ferðinni

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og kennarar 1. bekkja voru á ferðinni í morgun, fyrst var komið við í kirkjunni þar sem Þorbjörn Hlynur tók á móti þeim. Þaðan var haldið á Bjarnabrautina þar sem mörg fyrirtæki eru til húsa. Sungið var þar fyrir starfsmenn og síðan var viðkoma í Ráðhúsinu og enn var sungið fyrir þá sem þar vinna. Af þessu höfðu nemendur hina bestu skemmtun og vonandi þeir sem heimsóttir voru einnig.