Jólaskemmtun 20. des.

Ritstjórn Fréttir

Að venju var síðasti skóladagurinn helgaður jólunum. Nemendur mættu kl. 9 og áttu notalegar stundir í bekkjarstofum. Að því loknu lá leiðin í íþróttamiðstöðina þar sem 3,. og 4. bekkur fór með helgileik, 6. bekkur sýndi verk um jólasveina og 10. bekkur kom fram með dans og söng. Að því loknu var gengið í kring um jólatréð við undirleik þeirra Gunnars Ringsteð og Jóns Finnssonar. Tókust öll þessi atriði frábærlega og skemmtu allir sér vel. Að þessu loknu hófst svo jólafríið. Að sjálfsögðu voru teknar myndir og má sjá þær hér.