Alþjóðadagur hreyfingar

Ritstjórn Fréttir

Hreyfing til heilsu – leikur fyrir lífið
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin útnefndi mánudaginn 10. maí alþjóðadag hreyfingar. Hreyfingarleysi og kyrrsetur ógna lífi og heilsu fólks um víða veröld. Lýðheilsustöð í samstarfi við Landlæknisembættið, Ísland á iði, Heimili og skóla og félag um lýðheilsu hvöttu skóla og foreldrafélög til að bjóða upp á hressandi og skemmtilega útiveru þennan dag.
Í Grunnskólanum í Borgarnesi brugðu nemendur og starfsfólk unglingadeildar undir sig betri fætinum og fóru í ratleik. Kennarar voru staðsettir að eigin vild um neðri hluta bæjarins og áttu nemendur að finna þá og leysa þrautir sem fyrir þá voru lagðar. Að lokinni þraut á hverri stöð fengu nemendur bókstaf sem þeir síðan röðuðu saman í orðið HREYFING eftir að hafa farið á allar stöðvar.
Leikurinn var velheppnaður og allir lögðu sig fram. Það lið sem leysti þrautirnar fyrst af hendi, var boðið upp á pizzuveislu á Shell og drifu þeir sig rakleiðis að veisluborðinu og borðuðu sig sadda eftir erfiði dagsins.