Lestrarátak

Ritstjórn Fréttir

Í þessari viku hefst lestrarátak sem standa mun næstu þrjár vikur. Þessar vikur fær lestur aukið vægi þar sem markmiðið er að auka lestrarfærni nemenda ásamt því að efla áhuga á lestri. Á hverjum degi eiga nemendur lesa í skólanum og heima.
Viðfangsefnin verða fjölbreytt, m.a. verður lögð áhersla á upplestur, paralestur, hljóðlestur og einnig munu , rithöfundar koma í heimsókn. Lestrarlestir verða gangsettar, vinabekkir hittast, haldin verður upplestrarkeppni og lestrarstundir verða fleiri en venjulega.
Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þessu með okkur, ræða við börnin um verkefnið, lesa með þeim og fyrir þau, allt eftir hvað passar.
Góð lestrarkunnátta er undirstaða menntunar. Vekja þarf áhuga nemenda á lestri og viðhalda honum.
Að lokum viljum við benda á vefinn „LesVefurinn um læsi og lestrarerfiðleika“ sem hefur slóðina http://lesvefurinn.hi.is/