100 daga hátíð

Ritstjórn Fréttir

Í dag eru 100 kennsludagar síðan skólinn byrjaði í haust og þá halda nemendur í 1. – 3. bekk 100 daga hátíð. Þá er kennslan brotin upp og unnið með tugi og hundruð þvert á hópa á hinn aðskiljanlegasta hátt. Nemendur eru afar áhugasamir um hátíðina og leggja sig alla fram. Myndir frá hátíðinni fylgja.