Heimsókn skálda

Ritstjórn Fréttir

Í tilefni lestrarátaks í skólanum hafa komið til okkar góðir gestir og lesið upp fyrir nemendur. Kristín Thorlacius las upp fyrir nemendur í yngri deild og þeir Þorgrímur Þráinsson og Einar Kárason fyrir nemendur eldri deildar. Kunnu allir vel að meta heimsóknirnar og nutu samverunnar við skáldin. Myndirnar sem fylgja eru frá heimsókn þeirra Þorgríms og Einars.