Fílaboltakeppni

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 12.feb var haldin keppni í Fílabolta á milli 7. – 10. bekkjar. Fyrst var keppt í innbirgðiskeppni innan hvers árgangs fyrir sig og stóð eitt lið sem sigurvegari upp úr í hverjum árgangi. Þurfti að draga um sigurvegara í tvígang því eftir keppni og vítaspyrnukeppni voru þessi lið enn jöfn.
Keppnin sjálf fór þannig að 10 bekkur sigraði, 9. bekkur í öðru sæti og 7. og 8. bekkur voru jafnir í þriðja sæti.
Valið var flottasta tilþrifið og það átti Guðbjartur Máni í 10.bekk og flottasta markið átti Heimir Smári í 7.bekk.
Þökkum við öllum þeim sem tóku þátt og áhorfendum fyrir stuðninginn.
Kv íþróttakennararnir