Eins og áður hefur komið fram komst lið skólans í 16 liða úrslit í Spurningakeppni grunnskólanna fyrir jól. 16 liða úrslitin fóru fram í kvöld í Foldaskóla og keppti okkar lið við lið Vallaskóla á Selfossi. Þeirri viðureign lauk með sigri okkar liðs, 18 stig gegn 13. Að þessari viðureign lokinni lentum við gegn liði Hagaskóla í 8 liða úrslitum og fór svo að við lutum í lægra haldi með tveggja stiga mun. En frábær árangur hjá þeim Sandra, Hlöðveri og Ingu Dís sem hafa lagt hart að sér undanfarið við æfingar undir styrkri stjórn Evu Símonardóttir. Eru þeim færðar þakkir fyrir vinnuna og þátttökuna. Óskar Birgisson var á staðnum og tók meðf. myndir.