Lífshlaupið

Ritstjórn Fréttir

Nemendur skólans tóku þátt í lífshlaupinu sem stóð yfir í tvær vikur í febrúar. Fólst það í því að skrá með skipulegum hætti hreyfingu sína í hinum aðskiljanlegustu íþróttum. Nú er ljóst að skólinn er í 3. sæti í sínum flokki. Fáum við afhent verðlaun í hádeginu í dag og munu þrír fulltrúar nemenda veita þeim viðtöku ásamt Önnu Dóru sem hún leiðir verkefnið „Heilsueflandi grunnskóli“ hér í skólanum en þátttaka í lífshlauðinu fellur vel að því verkefni. Myndir frá afhendingunni koma til með að birtast hér fljótlega.