Lífshlaupið – verðlaunaafhending

Ritstjórn Fréttir

Í hádeginu í dag voru afhent verðlaun fyrir efstu sætin í Grunnskólakeppni lífshlaupsins. Fór hún fram í húsakynnum KSÍ í Laugardal. Skólinn okkar var í þriðja sæti og fulltrúar nemenda sem veittu verðlaununum viðtöku voru Ísak Atli Árnason, Húni Hilmarsson og Klara Kristinsdóttir. Skólinn þakkar nemendum og starfsfólki mikla og skemmtilega þátttöku í þessu verkefni.