Bókagjöf

Ritstjórn Fréttir

Í gær, þriðjudag, var skólanum færð vegleg bókagjöf. Það voru fulltrúar Kvenfélags Borgarness sem komu færandi hendi og gáfu skólanum milli 70 og 80 bækur. Þær Jóhanna Skúladóttir, Sæbjörg Kristmannsdóttir og Inga Birna Tryggvadóttir fylgdu svo gjöfinni úr hlaði.Þessar bækur nýtast afar vel í læsisverkefninu í 1. og 2. bekk en af hverri bók eru mörg eintök. Skólinn þakkar Kvenfélagi Borgarness þann hlýhug sem skólanum er sýndur með þessari veglegu gjöf. Myndirnar sem hér fylgja eru frá afhendingunni.