Upplestrarkeppni 7. bekkja.

Ritstjórn Fréttir

Í kvöld fór fram upplestrarkeppni í 7. bekk. Fór hún fram í Óðali og áttu nemendur, kennarar og forráðamenn þar saman ánægjulega stund. Stóðu nemendur sig allir með mikill prýði enda vel undirbúnir af kennurum sínum þeim Kristínu uMaríu og Ingu Margréti. Dómarar, þær Lilja Ólafsdóttir, Ragnhildur Kristín Einarsd. og Margrét Jóhannsd.,voru ekki öfundsverðar af verkefni sínu en þær leystu það með sóma. Raðað var í fjögur efstu sætin, Þórhildur Hilmarsdóttir bar sigur úr bítum en í næstu sætum voru þau Rita Rún Kristjánsdóttir, Hlynur Halldórsson og Lára Karitas Jóhannesdóttir. Því miður eru myndgæðin svona upp og ofan og er beðist velvirðingar á því.