Árshátíðin

Ritstjórn Fréttir

Árshátíð skólans var haldin í Hjálmakletti í gær fimmtudag, sýningar voru tvær, kl. 16:30 og 18:30. Mjög góð aðsókn var og ekki annað að sjá en gestir skemmtu sér vel enda stóðu nemendur sig frábærlega vel. Sýndu enn og aftur hversu öflugir þeir eru. Skólinn þakkar starfsfólki og nemendum fyrir frábæra vinnu og öllum þeim fjölmörgu sem komu á sýningarnar fyrir komuna. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar baksviðs og sýna stemminguna mepan beðið var eftir því að fara á svið.