Eins og fram hefur komið á að velja þjóðarblóm Íslendinga næsta haust. Viljum við fara þess á leit við nemendur og forráðamenn þeirra að skoða saman villt blómumhverfis ykkur í sumar. Hver nemandi velur blóm sem honum er kærast og kemur með tillögu um þjóðarblóm næsta haust.
Atriði sem lskipta máli við val á blómi eru m.a. að blómið sé:
· Vel sýnilegt víða um land og einkennandi fyrir gróðurfar þess.
· Blómstri lengi.
· Auðvelt sé að teikna það og birta sem skýra teikningu
· Myndrænt þannig að það sé vel fallið til kynningarstarfs
Nánari upplýsingar er að finna hj Landvernd (Sjá: http://www.landvernd.is/yflokkar.asp?flokkur=1237)
Með von um góðar undirtektir