Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit verða ekki með hefðbundnu sniði þar sem verið er að skipta um gólf í íþróttasalnum. Nemendur í 1. – 9. bekk eiga að mæta í skólann 3. júní kl. 10:00. Ef veður leyfir verður byrjað á því að fara í skrúðgöngu í Skallagrímsgarð þar sem nemendum verður skipt í hópa og fást við ýmiskonar viðfangsefni. Að því loknu fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í sínar stofur þar sem þeir fá afhent námsmatsblöð vetrarins. Reiknum við með að skólaslitin taki um tvo tíma og verði lokið um 12:00. Skólabílar úr dreifbýli munu fara 2 tímum seinna en vanalega í skólann og skólabíll úr Bjargslandi mun fara kl. 9:40 og 9:50. Allir skólabílar fara svo um 12:00. Ef veðurútlit verður slæmt verður þessari dagskrá breytt og boð munu ganga þar um. Skólaslit 10. bekkinga verða með hefðbundnum hætti 3. júní, þ.e. á Hótelinu kl. 17:00.