Stærðfræðikeppni FVA

Ritstjórn Fréttir

Á laugardag fór fram verðlaunaafhending fyrir árangur í Stærðfræðikeppni FVA en þangað fóru 21 nemandi úr 8. – 10. bekk. Sex nemendur komust í „topp 10“. Úr 8. bekk voru það Baldur Freyr Bernhardsson og Þórður Helgason, úr 9. bekk Klara Ósk Kristinsdóttir og Margrét Helga Magnúsdóttir og úr 10. bekk þær Aníta Pálínudóttir og Ester Alda Hrafnhildardóttir. Varð hún í 3 sæti í sínum flokki og hlaut peningaverðlaun sem gefin voru af Norðurál. Viðóskum þessum nemendum til hamingju með góðan árangur.