Í morgun voru skólaslit hjá 1. – 9. bekk. Gengið var frá skólanum niður í Skallagrímsgarð fylgtu liði. Þar dreifðust nemendur á ýmsar stöðvar, m.a. þar sem máluð voru krítarlistaverk, farið í göngutúr, spilaður fótbolti og körfubolti, kýló ofl. Grillaðar voru pylsur og drukkinn svali í sól og blíðu. Að því loknu söfnuðust allir saman á aðalleikvangi Skallagrímsvallar og farið var í leiki, m.a. hlaupið í skarðið, hókí pokí og í kassabílarallý. Að því loknu var brekkusöngur og dansað upp í skóla þar sem nemendur fengu niðurstöður námsmats þessa skólaárs.
Myndir frá samkomunni eru HÉR