Skýrsla um sér- og stuðningskennslu

Ritstjórn Fréttir

Við endurskoðun skólanámskrár í upphaf skólaárs 2003 – 2004 var athugað hvað starfsfólk teldi mikilvægt að leggja áherslu á í skólastarfinu næstu 3 árin. Fram kom, m.a. vilji þess til að endurskoða sér- og stuðningskennslu við Grunnskólann í Borgarnesi. Í þeim tilgangi var í ársbyrjun 2004 ákveðið að mynda vinnuhóp sem tæki að sér að skoða stöðu þessara mála í skólanum.
Markmiðin sem lögð voru til grundvallar voru í upphafi að finna leiðir til þess að:

  • Koma betur til móts við þarfir nemenda.
  • Athuga kostnað við úrræði.
  • Flokka sérkennslunemendur eftir greiningu (almennir námserfiðleikar, sértækir námserfiðleikar og fötlun).
  • Nýta mannauðinn betur.
  • Koma með tillögur að bættu skipulagi.

Þátttakendur í vinnuhópnum voru Lilja S.Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri, Ingibjörg Elín Jónasdóttir sérkennari, Margrét Tryggvadóttir sérkennari, Sigríður Hrund Hálfdanardóttir þroskaþjálfi og Guðrún Vala Elísdóttir deildarstjóri sérkennslu.
Sýrsluna er hægt að nálgast HÉR