Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar hér á Mið – Vesturlandi fór fram í Hjálmakletti í gær, miðvikudaginn 10. apríl. Keppendur komu frá fimm skólum, Auðarskóla, Laugargerðisskóla, Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólanum í Borgarnesi og voru keppendur 11 talsins. úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti Þórhildur Arna Hilmarsdóttir Grunnskólanum í Borgarnesi
2. sæti Guðjón Snær Magnússon Grunnskóla Borgarfjarðar
3. sæti Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir Auðarskóla
Inga Margrét Skúladóttir tók myndirnar sem hér fylgja. Er þetta fjórða árið í röð sem keppandi frá Grunnskólanum í Borgarnesi sigrar í þessari keppni.