Góð gjöf

Ritstjórn Fréttir

Þegar skólanum var slitið þann 3. júní sl. komu saman fyrrverandi nemendur sem útskrifuðust 1954 til að halda upp á 50 ára útskriftarafmæli sitt ásamt kennara sínum Páli Guðmundssyni og konu hans Unni Ágústsdóttur. Af þessu tilefni gáfu þau skólanum fánastöng og eru þeim færðar þakkir fyrir.
Það er ánægjulegt að finna hvað fyrrverandi nemendur skólans bera hlýjan hug til hans en þetta er sjötti hópurinn sem kemur saman þetta skólaár til að rifja upp sameiginlegar minningar og gera sér góðan dag.