Síðasta skólaár stóðu grunnskólarnir í Borgarbyggð fyrir endurmenntunar námskeiði sem tók til kennsluaðferða almennt og mikilvægi þess að beita fjölbreyttum og sveigjanlegum kennsluaðferðum. Það var almenn ánægja með það námskeið en jafnframt óskuðu kennarar eftir greinarbundnum námskeiðum.
Ásamt skólum Borgarbyggðar taka nú þátt átta aðrir skólar á Vesturlandi. Með því að stækka hópinn teljum við að efla megi enn betur samstarf og samvinnu skólanna á Vesturlandi. Skólarnir eru misjafnir að stærð og stefna þeirra ólík. Með aukinni samvinnu eflum við þekkingu okkar á mikilvægi samstarfs og fjölbreyttni kennsluaðferða.