Ball á Logalandi

Ritstjórn Fréttir

Samstarfsskólarnir standa fyrir balli á Logalandi miðvikudaginn 17. apríl frá kl. 19 – 23. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 18:30. Aðgangseyrir er kr. 2.500.- Ferðir til og frá eru á kostnað skólans. Þetta ball hefur löngum gengið undir nafninu „Lyngbrekkuball“ og á sér langa sögu í skólasögu samstarfsskólanna.