Opið hús

Ritstjórn Fréttir

Næsta föstudag, 19. apríl, verður opið hús hér í skólanum milli kl. 9 og 11. Eru allir velkomnir í heimsókn til að kynna sér starfið og skoða sig um. Nemendur taka að sér að „lóðsa“ gesti um skólann. Er þetta í tilefni af Menntaþingi sem haldið er síðar þennan dag í Hjálmakletti. Verður áherslan þar á skólasamfélagið í Borgarbyggð og hvernig við vinnum saman.