Opið hús og Menntaþing

Ritstjórn Fréttir

Mikið var um að vera í skólanum s.l. föstudag. Opið hús var milli kl. 9 og 11 og lögðu fjölmargir leið sína í skólann. Fengu þeir sem vildu leiðsögn frá nemendum í 9. bekk um skólann og var gerður að því góður rómur enda stóðu nemendurnir sig vel í leiðsöguhlutverkinu. Síðdegis hittust svo um 200 manns í Hjálmakletti, starfsmenn skólanna hér í Borgarbyggð og aðrir áhugasamir, og ræddu saman um samstarf skólanna allra en einstætt er í ekki fjölmennara samfélagi að skólar á öllum skólastigum séu þar starfandi. Sem sagt góður og gefandi dagur.