Upphaf skólastarfs 2004-2005

Ritstjórn Fréttir

Skólinn verður settur í íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 24. ágúst og hefst athöfnin kl. 13. Að lokinni skólasetningu munu nemendur hitta umsjónarkennara sína í skólanum. Kennsla hefst svo skv. stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.
Ef einhverjir eiga eftir að skrá nemendur í skólann þá eru þeir vinsamlega beðnir um að gera það hið allra fyrsta hjá skólaritara.