Námsráðgjöf

Ritstjórn Fréttir

Við Grunnskólann í Borgarnesi er starfandi námsráðgjafi í 30 % starfi. Hlutverk námsráðgjafans er að stand vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum er snerta nám, skólavist og framhaldsnám. Námsráðgjafi situr í nemendaverndarráði.
Helstu verkefni eru:

  • Ráðgjöf vegna náms- og starfsvals.
  • Persónuleg ráðgjöf.
  • Aðstoða nemendur við að gera raunhæfar áætlanir.
  • Vinna að bættum samskiptum innan skólans.

Námsráðgjafi vinnur í nánu sambandi við foreldra eftir því sem við á og hefur samráð við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, sálfræðing og skólastjórnendur og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi er trúnaðar- og talsmaður nemenda:
Dæmi um erindi til námsráðgjafa:

  • Aðstoð við að skipuleggja heimanám
  • Erfiðleikar við að einbeita sér í náminu
  • Kvíði tengdur skólagöngu/prófum
  • Val á framhaldsnámi
  • Stríðni / einelti
  • Einmanaleiki
  • Kynferðismál
  • Áhugasviðskannanir
  • Samstarf við aðra og ýmislegt sem nemendum liggur á hjarta

Nemendur geta leitað beint til námsráðgjafa um ýmis málefni, hvort heldur það tengist námi þeirra eða persónulegum högum. Jafnframt geta foreldrar, kennarar og stjónendur skólans vísað málum til námsráðgjafa.
Í starfi námsráðgjafa er Lilja S. Ólafsdóttir, netfang: liljasol@grunnborg.is
Símatími (437-1229): fimmtudagur kl. 8:10 – 9:10
Viðtalstími fyrir nemendur: miðvikudagur kl. 9:30 – 10:30