Kórastarf

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn og Borgarneskirkja standa saman að kórstarfi nú í vetur. Ætlunin er að starfrækja tvo kóra, annars vegar kór yngri nemenda (1.-4. bekkur) og svo kór eldri nemenda, frá 5. bekk.
Æfingar verða alla þriðjudaga í vetur.
Kór yngri barna kl. 13:50 – 14:30
Kór eldri barna kl. 14:30 – 15:10
Kórstarfið byrjar n.k. þriðjudag 7. september. Eru áhugasamir nemendur hvattir eindregið til að mæta í stofu 13 þennan dag á auglýstum tíma. Kennari (kórstjóri) verður Steinunn Árnadóttir sem nú hefur tekið við starfi organista við Borgarneskirkju.
Ath: Þátttaka í kór er nemendum að kostnaðarlausu.