
Skólayfirvöld í Borgarnesi ákváðu að taka þátt í þessu verkefni. Síðastliðið vor og á haustdögum var síðan fjallaðum íslenskar plöntur og forsendur og fyrirkomulag valsins kynnt fyrir nemendum og starfsfólki.
Síðastliðinn miðvikudag, 8.september, greiddu nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi svo atkvæði um það hvert skyldi verða Þjóðarblóm Íslands.
Alls tóku 348 þátt í valinu og voru niðurstöðurnar þær að Gleym-mér-ei varð hlutskörpust, hlaut 70 atkvæði. Í öðru sæti var Blágresi með 29 atkvæði og í því þriðja Geldingahnappur með 28 atkvæði.
Þess má geta að alls hlutu 30 íslenskar jurtir atkvæði. Katrín A Magnúsdóttir fagstjóri í náttúrufræðum sá um framkvæmd á þessu verkefni að hálfu skólans
Skólablóm Grunnskólans í Borgarnesi er því Gleym-mér-ei og mun skólinn senda tillögu um það blóm til Landverndar.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um blómið. Á vefsíðu Námsgagnastofnunar, hjá Landvernd og á vefsíðunni Flóra Íslands.
Blátt lítið blóm eitt er, lag (nótur og undirspil) og texti