Annað stærsta íþróttamót landsins

Ritstjórn Fréttir

Í dag var haldið sund- og frjálsíþróttamót í Borgarnesi á vegum svokallaðra samstarfsskóla á Vesturlandi en þeir eru auk Grunnskólans í Borgarnesi, Andakílsskóli, Kleppjárnsreykjaskóli, Heiðarskóli, Varmalandsskóli, Laugargerðisskóli, Lýsuhólsskóli, Búðardalsskóli, Grunnskólinn í Tjarnarlundi, og Reykhólaskóli. Mótið tókst í alla staði vel og þáttakendur voru sælir og áhugasamir þrátt fyrir eilitla rigningu endrum og sinnum. Þetta mun, á landsvísu, vera annað stærsta íþróttamót sem haldið hefur verið á þessu ári. Þáttakendur voru tæplega 400 og eingöngu Landsmót ungmennafélaganna á Sauðárkróki getur státað af fleiri þátttakendum það sem af er þessu ári.