Hjálmar afhentir í 1.bekk

Ritstjórn Fréttir

Í dag fengum við góða gesti. Frá Akranesi komu Kiwanis menn úr Kiwanisklúbbnum Þyrli ásamt Sigurði Þór Elíssyni frá Grundaskóla sem er móðurskóli í umferðafræðslu. Einnig kom Laufey Magnúsdóttir lögregluþjónn í Borgarnesi í heimsókn. Fengum við fræðslu um notkun hjálma þegar við hjólum, erum á línuskautum, hlaupahjóli og/eða hjólabretti. Rætt var um hversu nauðsynlegt er að nota hjálma. Síðan fengu allir nýja hjálma að gjöf frá Kiwanisklúbbnum og Eimskipafélaginu.