Ferð á Háhól

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 13. september fór 6. bekkur að Háhól til að skoða lífverur í fersku vatni. Nemendur mældu hitastig og könnuðu sýrustig vatnsins. Þeir tóku jafnframt ýmis sýni meðal annars úr botni vatnsins og af vatnagróðri.
Þegar heim kom var afraksturinn skoðaður í víðsjám og smásjám og þær lífverur sem fundust greindar. Margar tegurndir lífvera fundust svo sem hornsíli, brunnklukkur, vatnakrabbar, vatnaflær og ýmsar fleiri.